Björgunarsveitin Garðar

Björgunarsveitin Garðar var stofnuð árið 1959 í kjölfar sjóslyss þegar Maí TH194 fórst með tveimur mönnum. Þá var hávær umræða í samfélaginu um öryggismál sjómanna. Formaður Kvennadeildar Slysavarnarfélagsins á Húsavík, Jóhanna Aðalsteinsdóttir eða Jóhanna í Grafarbakka kom að máli við Vilhjálm Pálsson eftir þennan atburð og ræddi við hann um utanumhald og rekstur á fluglínutækjum til sjóbjörgunar. Úr varð að Villi Páls kvaddi til fundar átján einstaklinga sem stofnuðu félagsskapinn og úr varð björgunarsveitin Garðar. Starfsemi sveitarinnar hefur æ síðan verið lykilþáttur í öryggi borgaranna og veitt aðstoð þegar vá ber að höndum.
